Þórsurum spáð 4. sæti

Þór Þorlákshöfn er spáð 4. sæti í Domino's-deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Spá formanna, þjálfara og fyrirliða var birt í dag.

Stjörnunni er spáð deildarmeistaratitlinum, en þar á eftir koma KR, Tindastóll og Þórsarar. Þórsarar hefja leik í deildinni á fimmtudagskvöldið í Grindavík.

Í 1. deild karla er FSu spáð 5. sætinu og Hamri 6. sætinu, en Fjölni er spáð deildarmeistaratitlinum. FSu tekur á móti ÍA í Iðu á fimmtudagskvöld en fyrsti leikur Hamars er á sunnudagskvöld á Akranesi.

Domino’s deild karla
1. Stjarnan 404 stig
2. KR 403 stig
3. Tindastóll 358 stig
4. Þór Þ. 282 stig
5. Njarðvík 251 stig
6.-7 Haukar 223 stig
6.-7. Þór Ak. 223 stig
8. Keflavík 205 stig
9. ÍR 168 stig
10. Grindavík 148 stig
11. Skallagrímur 96 stig
12. Snæfell 44 stig

1. deild karla
1. Fjölnir 228 stig
2. Valur 202 stig
3. Höttur 157 stig
4. Breiðablik 149 stig
5. FSu 135 stig
6. Hamar 123 stig
7. ÍA 117 stig
8. Vestri 73 stig
9. Ármann 29 stig