Þorsteinn ráðinn framkvæmdastjóri handknattleiks-deildarinnar

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ráðið Þorstein Rúnar Ásgeirsson sem framkvæmdastjóra deildarinnar.

Þorsteinn er af góðu kunnur í félaginu en hann hefur verið viðloðandi starf handknattleiksdeildarinnar allt frá árinu 2012 þegar hann kom inn í stjórn og hefur setið þar síðan. Hann hefur sinnt bæði starfi formanns og gjaldkera.

Þorsteinn mun víkja úr stjórn og mun Sandra Dís Hafþórsdóttir taka við sem gjaldkeri deildarinnar.

Í tilkynningu frá Selfyssingum segir að þar á bæ séu menn og konur gríðarlega ánægð með ráðningu Þorsteins og er þetta hluti af því að bæta og efla starf deildarinnar.

Fyrri greinSunnan yfir sæinn breiða
Næsta greinLélegasti varpárangur spóans frá því mælingar hófust