Þorsteinn Gunnlaugs í Hamar

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur borist góður liðstyrkur fyrir átökin í 1.deild karla á komandi tímabili en Þorsteinn Gunnlaugsson hefur samið við félagið.

Þorsteinn hefur undangegnin tímabil verið einn af öflugustu mönnum Breiðabliks í 1. deildinni og spilar jafnan sem framherji.

Þorsteinn var með 14.5 stig og 5,7 fráköst að meðaltali síðasta vetur og verður án efa góður liðstyrkur fyrir Hvergerðinga.

Fyrri greinGerðu þitt eigið hárband!
Næsta greinStrákarnir okkar: Viðar á skotskónum