Þorsteinn Gunnlaugs í Hamar

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur borist góður liðstyrkur fyrir átökin í 1.deild karla á komandi tímabili en Þorsteinn Gunnlaugsson hefur samið við félagið.

Þorsteinn hefur undangegnin tímabil verið einn af öflugustu mönnum Breiðabliks í 1. deildinni og spilar jafnan sem framherji.

Þorsteinn var með 14.5 stig og 5,7 fráköst að meðaltali síðasta vetur og verður án efa góður liðstyrkur fyrir Hvergerðinga.