Þorsteinn Daníel áfram á Selfossi

Bakvörðurinn Þorsteinn Daníel Þorsteinsson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Þorsteinn Daníel er 22 ára gamall og er uppalinn á Selfossi. Hann hefur spilað 99 leiki fyrir félagið í öllum keppnum frá árinu 2013.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir knattspyrnuunnendur á Selfossi að Þorsteinn Daníel hafi framlengt samning sinn við félagið. Það var mikill áhugi frá liðum í Pepsi deildinni að fá hann í sínar raðir en að lokum lét hann hjartað ráða og ákvað að halda tryggð við uppeldisfélagið sitt,” segir Adólf Ingvi Bragason, formaður knattspyrnudeildarinnar.

„Við erum á ákveðinni vegferð með klúbbinn og ætlum að gera harða hríð að því að komast upp í Pepsi deild að nýju. Við erum með ungan leikmannahóp og það skiptir félagið gríðarlega miklu máli að halda öllum sínum bestu leikmönnum,“ sagði Adólf ennfremur.