Þorsteinn Björn íþróttamaður ársins

Þorsteinn Björn Einarsson, frjálsíþróttakappi úr Umf. Kötlu, var útnefndur íþróttamaður Ungmennasambands Vestur-Skaftfellinga árið 2012 á 42. sambandsþingi USVS sem haldið var á Hótel Laka á dögunum.

Þá var Harpa Rún Jóhannsdóttir í Hestamannafélaginu Sindra valin efnilegasti íþróttamaður ársins.

Á þinginu var Kristín Ásgeirsdóttir úr Hestamannafélagin Kóp heiðruð og henni veitt starfsmerki UMFÍ fyrir störf sín í þágu hreyfingarinnar.

Ragnheiður Högnadóttir í Vík var endurkjörinn formaður en sambandið hefur ráðið Kjartan Kárason í starf framkvæmdastjóra og verður hann í hálfu starfi.