Þórsarar völtuðu yfir Snæfell

Þór Þ vann nokkuð auðveldan sigur á Snæfelli í Lengjubikar karla í körfubolta í gær, 47-89 í Stykkishólmi.

Þórsarar náðu strax forystunni og leiddu í hálfleik, 27-40. Munurinn var orðinn 20 stig undir lok 3. leikhluta og í upphafi þess fjórða tóku Þórsarar 4-29 áhlaup og kláruðu leikinn.

Tölfræði Þórs: Ragnar Örn Bragason 20 stig/5 fráköst, Vance Michael Hall 20 stig/6 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19 stig/13 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson 11 stig/6 fráköst.

Þórsarar eru komnir með annan fótinn í úrslitakeppnina en þeir hafa unnið alla sína leiki í riðlinum og eiga aðeins eftir að mæta botnliði Ármanns.

Fyrri greinHellisheiði var lokuð í nótt
Næsta greinÞrjú sunnlensk lög í Maggalagakeppninni