Þórsarar útaf – Seinkun í Hveragerði

Leik Hamars og Þórs í Poweradebikar karla í körfubolta í kvöld hefur verið seinkað um tæpa klukkustund. Þórsarar óku útaf á leiðinni og seinkar því komu þeirra til Hveragerðis.

Leikurinn átti að hefjast kl. 19:15 en flautað verður til leiks um áttaleitið.

Hvergerðingar fá því meiri tíma til að melta sunnudagssteikina þangað til þeir mæta í íþróttahúsið og hvetja sína menn.