Þórsarar unnu á Egilsstöðum

Þór Þorlákshöfn vann öruggan sigur á Hetti á Egilsstöðum í gærkvöldi í 1. deild karla í körfubolta.

Lokatölur í leiknum voru 80-106 en Þórsarar höfðu undirtökin allan tímann.

Baldur Þór Ragnarsson var stigahæstur Þórsara með 29 stig. Eric Palm skoraði 28, Vladimir Bulut 21 og Þorsteinn Már Ragnarsson 17.

Þórsarar eru ósigraðir á toppi 1. deildarinnar með 26 stig en Þór Ak hefur 20 stig í 2. sæti og hefur leikið einum leik meira en Þór Þ.

Fyrri greinSkiptir menning máli?
Næsta greinSweetney stigahæstur í fyrsta leik