Þórsarar tryggðu sér oddaleik

Þór Þorlákshöfn tryggði sér í gærkvöldi oddaleik í einvíginu gegn Grindavík í Domino’s-deild karla í körfubolta með 88-74 sigri í fjórða leik liðanna.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en Þórsarar náðu sér í forskot fyrir hálfleik og leiddu 47-40 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var í nokkuð öruggum höndum heimamanna sem innsigluðu hann með góðum kafla í 4. leikhluta.

Staðan er því 2-2 í einvíginu en oddaleikurinn verður í Grindavík á sunnudagskvöld.

Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 25 stig/6 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 16 stig/5 fráköst, Maciej Baginski 13 stig/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 9 stig, Ólafur Jónsson 9 stig/11 fráköst, Ragnar Bragason 8 stig, Grétar Ingi Erlendsson 6 stig, Halldór Hermannsson 2 stig.