Þórsarar töpuðu heima

Þór Þorlákshöfn fékk Hauka í heimsókn í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld. Gestirnir sigruðu 70-88.

Leikurinn var jafn framan af en gestirnir gerðu 11-0 áhlaup um miðjan 2. leikhluta og leiddu í leikhléi, 38-45.

Þórsarar náðu aldrei að jafna metin eftir það og forysta Hauka varð mest 22 stig í síðari hálfleik. Það var lítið skorað undir lokin og Þór skoraði aðeins 11 stig í síðasta fjórðungnum, gegn 13 stigum Hauka.

Eftir leikinn er Þór í 7. sæti deildarinnar með 8 stig í þéttum hópi liða frá 3. niður í 10. sæti.

Tölfræði Þórs: Vance Hall 19 stig/7 fráköst/7 stoðsendingar (21 í framlagseinkunn), Þorsteinn Már Ragnarsson 13 stig/10 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8 stig, Ragnar Örn Bragason 8 stig, Ragnar Nathanaelsson 8 stig/7 fráköst, Magnús Þórðason 6 stig, Emil Karel Einarsson 5 stig, Baldur Þór Ragnarsson 3 stig.

Fyrri greinTelur núverandi nafn heppilegustu nafngiftina
Næsta greinBýður upp treyju til styrktar Kolfinnu Rán