Þórsarar skipta um Kana

Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur sent Robert Diggs til síns heima og hefur samið við David Jackson.

Nýji leikmaðurinn verður með Þór í kvöld þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Icelandic Glacial Höllina í Þorlákshöfn.

Diggs var með 15,5 stig og 9,7 fráköst að meðaltali í leik í deildinni en Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs sagði í snörpu samtali við Karfan.is að Jackson væri fjölhæfur leikmaður, sterkur varnarmaður og karakter.

Jackson lék í Penn State háskólanum og útskrifaðist þaðan árið 2011. Hann lék í Portúgal á síðustu leiktíð og var þar með um 12 stig að meðaltali í leik.

Fyrri greinStal fjarstýringu og heilsusafa
Næsta greinJólabjórinn frá Ölvisholti ber af