Þórsarar sigruðu á Icelandic Glacial mótinu

Heimamenn í Þór Þorlákshöfn sigruðu á Icelandic Glacial mótinu í körfubolta sem fór fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn um síðustu helgi.

Haukar, Skallagrímur og Stjarnan léku ásamt heimamönnum og var leikið föstudag, laugardag og sunnudag og léku allir við alla.

Eitthvað var um að það vantaði leikmenn hjá liðunum og voru t.d. bæði Haukar og Stjarnan án Bandaríkjamanna, auk þess sem Hlynur Bæringsson er með landsliðinu um þessar mundir svo eitthvað sé nefnt.

Úrslit leikja mótsins:

Föstudagur 9. september:
Haukar – Skallagrímur: 85 – 88
Stjarnan – Þór Þ: 66 – 74

Laugardagur 10. september:
Stjarnan – Haukar: 86 – 59
Þór Þ – Skallagrímur: 95 – 87

Sunnudagur 11. september:
Skallagrímur – Stjarnan: 80 – 86
Haukar – Þór Þ: 75 – 80

Lokaniðurstaðan:
Þór Þ – 6 stig
Stjarnan – 4 stig
Skallagrímur – 2 stig
Haukar – 0 stig