Þórsarar semja við Sanford

Karlaliði Þórs í körfubolta hefur borist liðsstyrkur fyrir átökin á komandi vetri en Þórsarar hafa samið hefur verið við Bandaríkjamanninn Vee Sanford.

Á Facebooksíðu Þórs kemur fram að Sanford sé 194cm alhliða leikmaður sem á að geta gert sitt lítið af hverju. Hann er að hefja sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en hann útskrifaðist frá Dayton háskólanum í vor. Þar var hann með 9.6 stig á síðasta tímabili.

Unnið er að því að hann fái keppnisleyfi fyrir leikinn á föstudaginn en þá taka Þórsarar á móti ÍR í 1. umferð Domino’s-deildarinnar.

Fyrri greinRendon með þrefalda tvennu í tapleik
Næsta greinÁrnesingafélagið í Reykjavík 80 ára