Þórsarar öruggir á toppnum

Þór Þorlákshöfn lagði nafna sinn frá Akureyri í uppgjöri toppliðanna í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi, 100-76.

Liðin mættust í Þorlákshöfn. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Þorlákshafnarliðið leiddi í hálfleik, 100-76.

Heimamenn lögðu svo grunninn að sigrinum í 3. leikhluta þar sem þeir skoruðu 27 stig gegn 13 og náðu 20 stiga forskoti, 72-52.

Akureyringar komu til baka í 4. leikhluta og minnkuðu muninn í 10 stig þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum, 76-66. Þá tók Hjalti Valur Þorsteinsson til sinna ráða en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á skömmum tíma og Þorlákshafnar-Þór náði aftur öruggu forskoti.

Eric Palm var stigahæstur Þórsara með 32 stig, Philip Perre skoraði 21 og tók 16 fráköst. Baldur Þór Ragnarsson skoraði 15 stig, Hjalti Valur 14 og Vladimir Bulut 11.