Þórsarar komnir í úrslit – Veisla í Iðu

Þórsarar eru komnir í úrslitakeppni Lengjubikars karla í körfubolta eftir öruggan sigur á Ármanni, 128-56, í Þorlákshöfn í kvöld.

Þar með hafa Þórsarar unnið alla sína leiki í A-riðlinum en Lengjubikarinn er spilaður í fjórum riðlum og fara efstu liðin úr hverjum riðli í úrslit.

Eins og tölurnar benda til höfðu Þórsarar mikla yfirburði gegn Ármenningum en staðan var 63-38 í hálfleik.

Tölfræði Þórs: Þorsteinn Már Ragnarsson 25 stig/9 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19 stig/19 fráköst/3 varin skot, Vance Michael Hall 14 stig/9 fráköst/3 varin skot, Baldur Þór Ragnarsson 13 stig/7 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 13 stig, Emil Karel Einarsson 11 stig/4 fráköst, Magnús Breki Þórðason 10 stig /5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10 stig.

Í hinum leiknum í A-riðlinum tapaði Hamar á heimavelli gegn Njarðvík, 53-66, en staðan var 34-32 í hálfleik. Gestirnir voru hins vegar sterkari í seinni hálfleik og kláruðu leikinn af öryggi í síðasta fjórðungnum. Hamar er enn án sigurs í riðlinum en á eftir að spila við botnlið Ármanns.

Tölfræði Hamars: Örn Sigurðarson 16 stig/15 fráköst, Oddur Ólafsson 12 stig/6 fráköst/5 stolnir, Bjartmar Halldórsson 11 stig.

FSu vann sinn fyrsta sigur í B-riðlinum þegar liðið fékk Keflavík í heimsókn í Iðu. FSu-liðið leit vel út í leiknum með þá Chris Caird og Chis Anderson í miklu stuði. Staðan var 59-50 í hálfleik en FSu óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og lokatölur urðu 112-81. Veisla í Iðu.

Tölfræði FSu: Cristopher Caird 30 stig/7 fráköst/5 stoðsendingar, Christopher Anderson 29 stig/9 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Hlynur Hreinsson 16 stig/6 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 14 stig/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 11 stig.

Fyrri grein„Í dag var þetta frábært“
Næsta greinJötunheimar fengu hvatningarverðlaun Lubba