Þórsarar komnir í undanúrslit

Lið Þórs í Þorlákshöfn er komið í undanúrslit Poweradebikars karla í körfubolta eftir 73-68 sigur á Haukum á heimavelli í kvöld.

Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og leiddu 13-19 að loknum 1. leikhluta. Þórsarar sneru leiknum sér í vil í 2. leikhluta og létu svo kné fylgja kviði í þeim þriðja. Staðan í hálfleik var 35-28 en 58-42 að þremur fjórðungum loknum.

Þór hélt forystunni allan 4. leikhluta en gestirnir náðu að minnka muninn í fjögur stig á lokamínútunni.

Nemanja Sovic skoraði 21 stig fyrir Þór, Mike Cook Jr. 14, Baldur Þór Ragnarsson 11 og Tómas Heiðar Tómasson 11, Ragnar Nathanaelsson 7, Emil Karel Einarsson 5 og Þorsteinn Már Ragnarsson 4.

Fyrri greinJafntefli á Akureyri
Næsta greinJón Daði í byrjunarliðinu