Þórsarar komnir í sumarfrí

Þór Þorlákshöfn tapaði 93-82 þegar liðið mætti Grindavík í oddaleik í úrslitakeppni Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Staðan í einvíginu var 2-2 fyrir leikinn og því var von á spennuleik í kvöld. Sú varð þó ekki raunin því Grindvíkingar höfðu góð tök á leiknum stærstan hluta hans. Staðan var 51-36 í hálfleik. Þórsarar náðu að kroppa aðeins í forskot Grindvíkinga í síðari hálfleik, en annars gekk heimamönnum ágætlega að halda Þór í hæfilegri fjarlægð.

Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 28 stig/7 fráköst/8 stoðsendingar, Maciej Baginski 18 stig/4 fráköst, Ólafur Jónsson 15 stig/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 9 stig/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 7 stig/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3 stig, Grétar Ingi Erlendsson 2 stig.