Þórsarar komnir í sumarfrí

Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir í sumarfrí eftir að Tindastóll sópaði þeim 3-0 úr úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Liðin mættust í þriðja sinn á Sauðárkróki og Stólarnir sigruðu að lokum, 88-76, eftir að staðan hafði verið 41-39 í hálfleik.

Darrin Govens var stigahæstur hjá Þór með 24 stig, Grétar Ingi Erlendsson skoraði 20, Tómas Tómasson 10, Þorsteinn Ragnarsson og Nemanja Sovic 7, Emil Karel Einarsson 5 og Baldur Þór Ragnarsson 3.

Fyrri greinPáll Valur: Áttu annan, hæstvirti fjármálaráðherra?
Næsta grein„Eigum við ekki að segja mínus tólf kíló og bara stuð?“