Þórsarar kláruðu botnliðið

Þór Þorlákshöfn vann sannfærandi sigur á botnliði Hattar í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust í Þorlákshöfn.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en svo tóku Þórsarar af skarið, leiddu 42-33 í hálfleik og juku svo forskotið jafnt og þétt í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 85-61.

Tölfræði Þórs: Vance Hall 27 stig/5 fráköst/7 stoðsendingar (29 í framlagseinkunn), Magnús Breki Þórðason 14 stig, Emil Karel Einarsson 11 stig/8 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10 stig, Halldór Garðar Hermannsson 10 stig, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 8 stig/4 fráköst/3 varin skot, Þorsteinn Már Ragnarsson 5 stig/4 fráköst.

Næsti leikur Þórs er gegn Snæfelli á útivelli þann 17. desember.