Þórsarar jöfnuðu einvígið

Þór Þorlákshöfn sigraði Grindavík 90-86 í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s-deildar karla í körfubolta. Staðan er því 1-1 í einvíginu.

Þórsarar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 52-40 í hálfleik. Grindvíkingar nálguðust Þórsara í 3. leikhluta og staðan var 73-70 í upphafi þess fjórði. Þar tókst Þórsurum hins vegar að halda Grindavík frá sér en munurinn var þó ekki mikill.

Þriðji leikur liðanna verður í Grindavík á miðvikudagskvöld.

Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 30 stig/7 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Hermannsson 14 stig/6 fráköst, Ragnar Bragason 14 stig/4 fráköst, Emil Einarsson 12 stig/4 fráköst, Ólafur Jónsson 9 stig/6 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Baginski 9 stig, Grétar Ingi Erlendsson 2 stig.