Þórsarar í 8-liða úrslit

Síðustu leikirnir í riðlakeppni Lengjubikars karla í körfubolta fóru fram í kvöld. Þór Þ komst í úrslit með sigri á Fjölni en Hamar tapaði fyrir KFÍ úti.

Gestirnir byrjuðu betur í leik Þórs og Fjölnis í Þorlákshöfn en að loknum 1. leikhluta var staðan 13-17. Þór komst yfir í 2. leikhluta og leiddi í hálfleik 40-38.

Þórsarar mættu af krafti inn í seinni hálfleikinn og náðu tuttugu stiga forskoti í 3. leikhluta, 66-46. Munurinn var 21 stig í upphafi síðasta fjórðungsins en á síðustu tíu mínútunum átu Fjölnismenn forskotið niður jafnt og þétt. Munurinn var kominn niður í fimm stig á lokamínútunni en nær komust Fjölnismenn ekki.

Mike Cook Jr. var öflugur hjá Þór með 22 stig, Nemanja Sovic skoraði 18, Baldur Þór Ragnarsson 16, Tómas Heiðar Tómasson 10, Ragnar Nathanaelsson 7 auk þess að taka 10 fráköst og verja 4 skot, Emil Karel Einarsson skoraði 6 stig og þeir Davíð Arnar Ágústsson og Vilhjálmur Atli Björnsson 2 stig hvor.

Hamar fór á Ísafjörð og eftir jafnan fyrri hálfleik stungu heimamenn af í upphafi síðari hálfleiks. Staðan í hálfleik var 38-28 en lokatölur urðu 85-61.

Bragi Bjarnason var stigahæstur hjá Hamri með 21 stig, Sigurbjörn Jónasson skoraði 13 stig og tók 11 fráköst, Aron Freyr Eyjólfsson skoraði 12 stig, Bjartmar Halldórsson og Stefán Halldórsson og Ingvi Guðmundsson 3.

Átta liða úrslitin hefjast á þriðjudag.

Fyrri greinÚtlendingar sjá sjarmann í veðrinu
Næsta greinStórfelld skemmdarverk unnin á bifreið