Þórsarar flugu í næstu umferð

Þórsarar áttu ekki í neinum vandræðum með að komast í 16-liða úrslit Poweradebikars karla í körfubolta. Þór vann stórsigur á Sindra á Hornafirði í dag.

Þórsarar unnu Sindra með 69 stiga mun, 43-112, en Sindramenn leika í 2. deildinni og máttu sín lítils gegn úrvalsdeildarliðinu.

Það sama var uppi á teningnum á Laugarvatni í gær þegar Laugdælir, sem leika í 2. deildinni, fengu úrvalsdeildarlið Snæfells í heimsókn. Hólmarar unnu þar 75 stiga sigur, 38-113.

Það verða því tvö sunnlensk lið í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin, Þórsarar og FSu.

Fyrri greinLúlli löggubangsi slasaðist á höfði
Næsta greinHamar réð ekki við Hardy