Þórsarar fengu silfrið

Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikars karla í körfubolta í Iðu í dag. Lokatölur urðu 72-58.

Fyrri hálfleikur var jafn og skiptust liðin þar á áhlaupum en staðan í leikhléi var 35-33, Stjörnunni í vil.

Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu mest tólf stiga forskoti. Í fjórða leikhluta var svo engin spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda.

Tölfræði Þórs: Vance Michael Hall 18 stig/3 varin skot, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 10 stig/15 fráköst/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 7 stig/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 7 stig/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 7 stig/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 4 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson 2 stig, Magnús Breki Þórðason 2 stig, Davíð Arnar Ágústsson 1 stig.

Fyrri greinMarkmaður með meistaragráðu
Næsta greinEkki breytingar að sjá við brúna