Þórsarar fara á Sauðárkrók

Í dag var dregið í 32-liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta. Þór Þ, Hamar, FSu og Gnúpverjar voru í pottinum.

FSu fékk heimaleik á móti úrvalsdeildarliði Grindavíkur og Hamar leikur einnig heima gegn úrvalsdeildarliði ÍR. Gnúpverjar fá Breiðablik í heimsókn en bæði lið leika í 1. deildinni.

Eina sunnlenska liðið sem leikur útileik eru Þórsarar, en þeir drógust á móti Tindastóli á Sauðárkróki og er þar um úrvalsdeildarslag að ræða.

Leikirnir fara fram 14.-16. október næstkomandi.

Fyrri greinÍbúafundur og opið hús á Flúðum í kvöld
Næsta greinLeikskólabörn send heim vegna manneklu