Þórsarar á sigurbraut í Lengjubikarnum

Þór Þ lagði Njarðvík á heimavelli í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en á sama tíma tapaði Hamar á útivelli gegn Snæfelli og FSu á útivelli gegn Tindastól.

Þórsarar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik gegn Njarðvík og leiddu í leikhléi, 42-31. Lokatölur urðu 87-72.

Tölfræði Þórs: Vance Hall 25/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/12 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10, Þorsteinn Már Ragnarsson 10/4 fráköst.

Í Stykkishólmi var staðan 35-32 í leikhléi í leik Snæfells og Hamars. Heimamenn gerðu svo út um leikinn með því að skora 35 stig gegn 12 í 3. leikhluta og lokatölur urðu 85-57.

Tölfræði Hamars: Þorsteinn Gunnlaugsson 21/9 fráköst, Oddur Ólafsson 16/8 fráköst, Bjartmar Halldórsson 10/4 fráköst.

Þórsarar hafa unnið báða leiki sína í A-riðlinum, eins og Snæfell, en Hamar leitar enn að sínum fyrsta sigri.

Í B-riðlinum heimsótti FSu lið Tindastóls á Sauðárkrók. Staðan var 52-39, Stólunum í vil í hálfleik. FSu saxaði á forskot heimamanna í síðari hálfleik en lokatölur urðu 96-86.

Tölfræði FSu: Cristopher Caird 29/10 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 19/4 fráköst, Ari Gylfason 10/6 fráköst.

Þetta var fyrsti leikur FSu í Lengjubikarnum.

Næstu leikir:
19.09. Snæfell-Þór Þ.
22.09. Hamar-Njarðvík
22.09. Þór Þ.-Ármann
22.09. FSu-Keflavík

Fyrri greinStórbruna forðað í Flóahreppi
Næsta greinKonukvöld Soroptimista á föstudagskvöld