Þorkell jafnaði í lokin

Ægir fékk KF í heimsókn í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Bæði liðin eru í neðri hluta deildarinnar og þurftu nauðsynlega á sigri að halda.

Leikurinn var markalaus allt þar til á 82. mínútu að Liam Killa varð fyrir því að setja knöttinn í eigið net. Þorkell Þráinsson kom hins vegar til bjargar á lokamínútu leiksins en hann jafnaði 1-1 og þær urðu lokatölur leiksins.

Að loknum fimm umferðum er Ægir í 9. sæti með 4 stig en KF er í 10. sæti með 2 stig.

Fyrri greinFyrirhafnarlítill bikarsigur Selfoss
Næsta greinSelfyssingar börðust fyrir stiginu