Þórir til Póllands

Selfyssingurinn Þórir Ólafsson hefur gert tveggja ára samning við pólska handboltaliðið Kielce.

Þórir hefur leikið með Tus-N-Lübbecke í þýsku 1. deildinni undanfarin ár og verið fyrirliði liðsins. Þjóðverjarnir tilkynntu honum í byrjun apríl að þeir hyggðust ekki framlengja samninginn við Þóri en á endanum buðu þeir honum eins árs samning sem Þórir afþakkaði.

Kielce er stórveldi í pólskum handbolta og hefur unnið deildina þar tvisvar á síðustu þremur árum. Liðið er pólskur bikarmeistari í ár en þjálfari þess er goðsögnin Bogdan Wenta.