Þórir pólskur meistari

Selfyssingurinn Þórir Ólafsson varð í dagur pólskur meistari með liði Vive Kielce þegar liðið lagði Wisla Plock, 27-25, í þriðja úrslitaleik liðanna.

Kielce vann einvígið, 3-0, og hampaði meistaratitlinum í níunda sinn en liðið varð deildarmeistari í byrjun mars og bikarmeistari fyrir fjórum vikum en þá var Þórir valinn besti leikmaður úrslitakeppni bikarkeppninnar. Hann kórónaði frábæran vetur með pólska liðinu með því að verða markahæstur í leiknum í dag með 6/1 mörk.

Þetta er fyrsta tímabil Þóris og fjölskyldu hans í Póllandi en hann gerði tveggja ára samning við Vive Kielce sl. sumar.