Þórir meistari í Póllandi

Selfyssingurinn Þórir Ólafsson varð í dag pólskur meistari í handknattleik þegar lið hans, Kielce, sigraði Wisla Plock, 27-24, í þriðja úrslitaleik liðanna um meistaratitilinn.

Þórir kom lítið við sögu í leiknum í dag og var ekki á meðal markaskorara en þetta er annað árið í röð sem hann verður meistari með liðinu.

Kielce er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og mætir Barcelona um næstu helgi.

Fyrri greinKöfunarslys í Silfru
Næsta greinNýr samningur sparar milljónatugi