Þórir með sex mörk í lokaleiknum

Þórir Ólafsson, fyrirliði TuS N-Lübbecke, skoraði sex mörk þegar liðið sigraði Melsungen í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag, 26-28.

Leikurinn var jafn framan af en Lübbecke náði góðum kafla fyrir leikhlé og leiddi í hálfleik, 11-15.

Oliver Tesch var markahæstur hjá Lübbecke með 8 mörk og Heiðmar Felixson skoraði 3.