Þórir með fimm mörk í tapleik

Þórir Ólafsson skoraði fimm mörk þegar TuS-N-Lübbecke tapaði á heimavelli fyrir HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 30-31.

Wetzlar komst í 0-5 áður en heimamenn svöruðu fyrir sig en staðan var 14-15 í hálfleik. Jafnt var á nánast öllum tölum í síðari hálfleik en Wetzlar skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Liðin voru jöfn í deildinni fyrir leikinn en með sigrinum fór Wetzlar upp í 10. sæti en Lübbecke er í 12.