Þórir með fimm í tapleik

Þórir Ólafsson skoraði 5 mörk þegar TuS-N-Lübbecke tapaði á heimavelli fyrir Hamburg, 25-28, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 13-14. Hamburg leiddi allan síðari hálfleik en munurinn varð aldrei meiri en fjögur mörk.

Heiðmar Felixson skoraði þrjú mörk fyrir Lübbecke en Arne Niemeyer var markahæstur með 8 mörk.