Þórir með þrjú mörk í tapleik

Þórir Ólafsson og félagar hans í Tus-N-Lübbecke töpuðu fyrir lærisveinum Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin, 32-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þórir skoraði 3 mörk fyrir Lübbecke og lék vel þær mínútur sem hann fékk að spila.

Leikurinn var æsispennandi í fyrri hálfleik og jafnt á flestum tölum. Staðan í leikhléi var 13-14. Berlínarliðið náði góðri byrjun í seinni hálfleik og náði fimm marka forskoti sem þeir héldu út leikinn.

Fyrri greinSelfyssingar til Spánar
Næsta greinEkki breyta byggðanöfnum