Þórir með þrjú en Lübbecke úr leik

Þórir Ólafsson, fyrirliði TuS N-Lübbecke skoraði þrjú mörk þegar liðið tapaði fyrir Hamburg í dag í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik, 37-32.

Lübbecke minnkaði muninn í tvö mörk þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum en Hamburg, sem er á toppi þýsku deildarinnar, gerði þrjú síðustu mörk leiksins.