Þórir mætir með norska liðið á Selfoss

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir heims- og ólympíumeisturum Noregs í vináttuleik í Vallaskóla á Selfossi í kvöld kl. 19:30.

Noregur hefur á að skipa einu besta landsliði heims um þessar mundir en undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar varð liðið heims- og ólympíumeistari.

Handboltaunnendur eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum okkar.

Fyrri greinJónas og lúðrasveitin skoða aukatónleika
Næsta greinVel á aðra milljón í umhverfisstyrki á Suðurlandi