Þórir Evrópumeistari í þriðja sinn

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta til sigurs í þriðja sinn á Evrópumótinu í handbolta sem lauk í Svíþjóð í dag.

Noregur vann Holland, 30-29, í æsispennandi úrstlitaleik. Staðan var 18-18 í hálfleik.

Þórir hefur stýrt norska kvennalandsliðinu síðan árið 2009. Noregur varð einnig Evrópumeistari árin 2010 og 2014 auk þess sem Þórir hefur tvívegis stýrt liðinu til sigurs á heimsmeistaramóti og einu sinni á Ólympíuleikum.