Þórir bikarmeistari og besti leikmaðurinn

Selfyssingurinn Þórir Ólafsson var valinn besti leikmaður fjögurra liða úrslita pólsku bikarkeppninnar í handbolta eftir að lið hans, Vive Kielce, sigraði Wisla Plock, 36-27, í úrslitaleik keppninnar í gær.

Þórir fór á kostum í úrslitaleiknum og skoraði 9 mörk en hann gerði 5 mörk á laugardaginn þegar Kielce vann Kwidzyn í undanúrslitum með nákvæmlega sömu markatölu.

Þórir fékk viðurkenninguna í leikslok í gær, áður en lið hans tók við pólska bikarnum.