Þorgils Kári og Guðrún Inga efnilegust

Stjórn Glímusambands Íslands hefur útnefnt Þorgils Kára Sigurðsson, HSK og Guðrúnu Ingu Helgadóttir, HSK efnilegasta glímufólkið fyrir árið 2013.

Þorgils Kári er 15 ára og hefur verið duglegur að keppa á mótum Glímusambandsins undanfarin ár. Hann er jafnvígur á sókn og vörn í glímu og hefur gengið vel í keppni á undanförnum árum. Þorgils Kári er mikill keppnismaður sem virðir gildi glímunnar og er til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan.

Guðrún Inga hefur tekið þátt í flestöllum glímumótum sem GLÍ hefur staðið fyrir undanfarin ár og staðið sig með sóma. Hún var meðal annars í veðlaunasætum á Evrópumeistaramótinu í glímu og keltneskum fangbröðgum sem fram fór á Íslandi í vor. Guðrún Inga stundar glímuna samviskusamlega og hefur æft vel undanfarin ár og veit að það er vænlegast til árangurs. Hún er til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan.

Fyrri greinStórstjörnur í Bókakaffinu
Næsta greinArna Ír: Verslum í heimabyggð!