Þóra varð önnur á Hálandaleikunum

Bandaríkjamaðurinn Andy Vincent og Shauna Brown frá Englandi voru sigurvegarar Hálandaleikanna sem fram fóru á Selfossi um síðustu helgi.

Í kvennaflokki varð Þóra Þorsteinsdóttir frá Stokkseyri í 2. sæti, Bryndís Ólafsdóttir frá Selfossi í 3. sæti og Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir frá Stokkseyri í 4. sæti.

Mótið var alþjóðlegt en þar var m.a. keppt í steinkasti, lóðkasti, sleggjukasti, staurakasti og heybaggakasti og allir keppendur og starfsmenn voru að sjálfsögðu í Skotapilsum.

Úrslit karla
1. Andy Vincent, USA.
2. Matt Vincent, USA, núverandi heimsmeistari.
3. Greg Hadley, Kanada.
4. Danny Frame, Kanada.
5. Heiðar Geirmundsson.
6. Raynor Vortel, Hollandi.
7. Adam Jónsson.
8. Stefán Árni Hafsteinsson.
9. Ásgeir Bjarnason.

Úrslit konur
1. Shauna Brown, England.
2. Þóra Þorsteinsdóttir.
3. Bryndís Ólafsdóttir.
4. Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir.

Fyrri greinBændamarkaður opnar á Efra-Seli
Næsta greinDrama í Hveragerði – Ægir tapaði í Sandgerði