Þóra sterkust íslenskra kvenna

Þóra Þorsteinsdóttir frá Stokkseyri tryggði sér titilinn Sterkasta kona Íslands 2013 þegar keppnin fór fram í Sporthúsinu í Kópavogi í dag.

Keppt var í fimm greinum og þurftu keppendurnir meðal annars að glíma við drumbalyftu, bændagöngu, steinaburð og að draga bíl.

Sigur Þóru var nokkuð öruggur en hörkukeppni var um annað sætið milli Önnu Heiðar Heiðarsdóttur frá Selfossi og Ingibjargar Lilju Kristjánsdóttur frá Reykjavík. Svo fór að lokum að Anna þurfti að gera sér þriðja sætið að góðu en aðeins munaði einu stigi á henni og Ingibjörgu.

Í -75 kg flokki varð Hrunakonan Lilja B. Jónsdóttir frá Hornafirði í 4. sæti. Lilja var nokkuð frá sínu besta en flensa og bakmeiðsli settu strik í reikninginn hjá henni.

Fyrri greinStóðu sig með prýði í beltaprófi
Næsta greinStúlka féll á eldhúshníf