Þór steinlá í Vesturbænum

Þór Þorlákshöfn heimsótti KR í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn höfðu góð tök á leiknum frá upphafi og unnu stórsigur, 111-79.

KR-ingar höfðu algjöra yfirburði í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 61-31. Síðari hálfleikur var jafn, Þórsurum gekk betur í sókninni en í fyrri hálfleik en forskot KR inga breyttist lítið.

Mike Cook Jr. var stigahæstur Þórsara með 23 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 15, Nemanja Sovic 10, Tómas Heiðar Tómasson og Ragnar Nathanaelsson 8, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Jón Jökull Þráinsson 3 og þeir Sveinn Hafsteinn Gunnarsson og Baldur Þór Ragnarsson skoruðu 2 stig hvor.

Þór er áfram í 5. sæti deildarinnar með 8 stig.

Fyrri greinLandstólpi bauð lægst í umhleðsluhús
Næsta greinAri ráðinn umhverfisfulltrúi