Þór-Snæfell fer í oddaleik

Snæfell hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í leik tvö í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta í kvöld. Snæfell sigraði 94-84 í hnífjöfnum leik og staðan er 1-1 í einvíginu.

Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en staðan var 20-21 að loknum 1. leikhluta og 47-49 í hálfleik. Snæfellingar skriðu framúr í 3. leikhluta og náðu þá sjö stiga forskoti, 69-62, sem þeir fylgdu eftir í 4. leikhluta. Munurinn var tíu stig að lokum.

Darren Govens var stigahæstur Þórsara með 32 stig. Blagoj Janev skoraði 18, Matthew Hairston 16 og Guðmundur Jónsson 12.

Oddaleikurinn fer fram í Þorlákshöfn að kvöldi skírdags.