Þór skreið framúr í lokin

Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Njarðvík á heimavelli í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-77, í jöfnum og spennandi leik.

Gestirnir leiddu með einu stigi í hálfleik, 43-44. Njarðvík jók muninn í 3. leikhluta en Þórsarar svöruðu fyrir sig í 4. leikhluta.

Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir hafði Njarðvík fimm stiga forystu, 66-71, en þá gerðu Þórsarar 13-5 áhlaup og voru komnir í 79-76 þegar tvær mínútur voru eftir. Liðin skoruðu lítið síðustu tvær mínúturnar og Þórsarar vörðu forskot sitt.

Liðið hefur nú 24 stig í 5. sæti deildarinnar, þegar tvær umferðir eru eftir.

Tölfræði Þórs: Vance Hall 23 stig/10 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 22 stig, Grétar Ingi Erlendsson 14 stig/14 fráköst, Ragnar Nathanaelsson 13 stig/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3 stig, Baldur Þór Ragnarsson 3 stig, Magnús Breki Þórðason 2 stig, Emil Karel Einarsson 4 fráköst.

Fyrri greinStórsigur Selfoss gegn Mílunni
Næsta greinViðræður hafnar við ríkið