Þór og Hamri spáð 7. sæti

Karlaliði Þórs og kvennaliði Hamars er spáð 7. sæti í Iceland Express-deildunum í körfubolta en keppni hefst á morgun.

Spáin var birt á kynningarfundi KKÍ í dag. Þrír einstaklingar úr hverju félagi skiluðu inn spá en í kvennaflokki var Keflavík spáð titlinum og KR í karlaflokki.

Samkvæmt spánni verða Þórsarar um miðja deild í karlaboltanum en kvennalið Hamars verður í botnbaráttu.

Spár liðanna í úrvalsdeild:

Konur:
1 Keflavík 166
2 KR 163
3-4 Haukar 135
3-4 Valur 135
5 Snæfell 90
6 UMFN 84
7 Hamar 54
8 Fjölnir 37

Karlar:
1 KR 395
2 Grindavík 374
3 Stjarnan 373
4 Snæfell 328
5 Keflavík 293
6 ÍR 244
7 Þór Þ 169
8 Haukar 149
9 Fjölnir 145
10 Tindastóll 136
11 Njarðvík 134
12 Valur 71