Þór og Hamri spáð 7. sæti

Þór verður í neðri hlutanum á Domino's-deild karla í körfubolta og Hamar í fallbaráttu kvennadeildarinnar ef eitthvað er að marka spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna deildarinnar sem kynnt var í dag.

Keppni í kvennadeildinni hefst á morgun en í karladeildinni á fimmtudag.

KR og Valur verða Íslandsmeistarar í körfubolta næsta vor ef marka má spána sem kynnt var rétt áðan á árlegum kynningarfundi KKÍ.

KR-ingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Domnios-deild karla en Valskonum í Domnios-deild kvenna.

Spá fyrir Dominos-deild karla 2013-14:

1. KR

2. Keflavík

3. Njarðvík

4. Snæfell

5. Grindavík

6. Stjarnan

7. Þór Þorlákshöfn

8. Haukar

9. Skallagrímur

10. ÍR

11. KFÍ

12. Valur

Spá fyrir Dominos-deild kvenna 2013-14:

1. Valur

2. Haukar

3. Grindavík

4. Snæfell

5. Keflavík

6. KR

7. Hamar

8. Njarðvík

Fyrri greinMælt fyrir hænsna-lottóvelli Stað
Næsta greinFundað um hreyfingar við Húsmúla