Þór og FSu mætast í bikarnum

Í hádeginu var dregið í forkeppni og 32-liða úrslit Bikarkeppni KKÍ í körfubolta sem nú hefur fengið nýtt nafn.

KKÍ og Vífilfell tilkynntu fyrir dráttinn að nýtt nafn á Bikarkeppni KKÍ verður Poweradebikarinn.

Fimm sunnlensk körfuboltalið voru í hattinum og ber hæst viðureign Þórs Þ og FSu. Hekla tekur á móti Ármanni, Laugdælir fá Leikni í heimsókn og Hamar heimsækir Reyni í Sandgerði.

Fyrri grein„Ökuhraðinn út í hött“
Næsta greinSex manns sluppu með skrekkinn