Þór og FSu mætast í bikarnum

Það verður Suðurlandsslagur í 8-liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta, þar sem Þór Þ og FSu drógust saman.

Leikurinn fer fram í Þorlákshöfn 15. eða 16. janúar næstkomandi.

Þór sló Keflavík út í 16-liða úrslitunum á meðan FSu sigraði Sindra.

Í öðrum leikjum 8-liða úrslitanna mætast Þór Ak – Grindavík, Höttur – KR og Valur – Haukar.