Þór og Ægir fá styrk vegna bílakaupa

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á síðasta fundi sínum að styrkja Umf. Þór og Knattspyrnufélagið Ægi um tvær milljónir króna vegna bílakaupa félaganna.

Á sama fundi var samþykkt beiðni frá fimleikadeild Þórs um tímabundna hækkun á styrk til kaupa á dansgólfi fyrir fimleika. Bæjarstjórn samþykkti að veita tveimur milljónum króna til kaupanna.

Fyrri greinÖlfus greiðir Hveragerði 32 milljónir króna
Næsta greinVakandi yfir mögulegu gosi í Bárðarbungu