Þór mætir Keflavík í bikarnum

Það verður úrvalsdeildarslagur í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta þegar Þór Þorlákshöfn mætir Keflavík á útivelli.

Í dag var dregið í 16-liða úrslit Powerade-bikarsins, bæði í karla- og kvennaflokki.

Þór mætir Keflavík á útivelli og Hamar á sömuleiðis útileik gegn Skagamönnum.

Í kvennaflokki fær Hamar Grindavík í heimsókn en FSu/Hrunamenn sækir Val heim að Hlíðarenda.

Leikdagar eru dagana 5.-7. desember

Fyrri greinÞjóðgarðurinn fær aukafjárveitingu vegna eldgossins
Næsta greinBjörgvin Karl rústaði Íslandsmótinu