Þór mætir Keflavík í bikarnum

Þór Þorlákshöfn fær heimaleik gegn Keflavík í undanúrslitum Powerade-bikars karla í körfuknattleik en dregið var í hádeginu í dag.

Þegar drátturinn fór fram var einum leik í 8-liða úrslitunum ólokið, leik Njarðvíkur-b og Keflavíkur. Þau lið komu upp úr krukkunni sem andstæðingar Þórs.

Í kvöld sigraði Keflavík 84-108 og það verða því Keflvíkingar sem koma í heimsókn í Þorlákshöfn í undanúrslitunum.

Í hinum leiknum mætast Grindavík og KR en undanúrslitin fara fram dagana 23.-25. janúar.

Fyrri greinOpinn fjölskyldutími í Iðu
Næsta grein„Óskir íslenskra barna“ í bókasafninu